Mikil framsýni í þessu samkomulagi

Það er mikilvægt að huga að skipulagningu léttlesta áður en möguleikar á slíku lokast og ekki verður pláss fyrir þær.  Ljóst er að léttlestar fara ekki að bruna hér um stræti og torg í náinni framtíð þar sem þetta tekur án efa einn til tvo áratugi. Vonandi tengist þetta samkomulag áætlunum um að gangsetja léttlestir milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Það er ekki ósennilegt að það sé fyrsta skrefið í uppbyggingu léttlesta hér á suðvesturhorninu.

Nú þegar er hægt að hefja rekstur hraðvagna en fyrir u.þ.b. 10 árum voru gerðar tilraunir með slíkt hjá Strætó bs.  Þær tilraunir tókust því miður ekki enda var þetta rétt fyrir hrun og farþegafjöldinn ekki í þeim mæli sem nú er.  Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu verða að hafa úthald í að reka slíka hraðvagna í takt við það sem gert var hér um árið. Nú þegar hægt er að taka hjólin með í strætó má reikna með að enn fleiri nýti sér slíka þjónustu samhliða því að hjóla í vinnuna.


mbl.is Léttlestir og hraðvagnar á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 identicon

Langar þig virkilega að vera í léttlest milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar í þeim veðrum sem geysa á leiðini ?

Ekki mér.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 17.4.2015 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband